Baðherbergi | HTH

FINNDU DRAUMABAÐHERBERGIÐ ÞITT

Það hefur ávallt verið leiðarljós okkar hjá HTH að hönnun baðherbergisins þurfi að henta sem best þínum þörfum. Til þess að gefa þér góða yfirsýn yfir þá valkosti sem í boði eru getur þú skoðað allar helstu gerðir baðherbergja hér að neðan. Notaðu síuna eða renndu í gegnum listann til að finna þitt draumabaðherbergi.

Öll módelin eru til fyrir eldhús, baðherbergi og fataskápa.

Baðherbergi fyrir nútímalíf

Við höfum öll mismunandi óskir, forgangsröðun og þarfir sem þarf að mæta þegar baðherbergisinnrétting er valin. Það eru til ótal útfærslur af baðherbergishönnun og þú getur fundið sambland af baðherbergisinnréttingum og fylgihlutum sem falla að þínum persónulega stíl.

Áður en þú velur nýtt útlit fyrir baðherbergið er ýmislegt sem þarf að hafa í huga:

  • Ætlar þú að innrétta lítið og nytsamlegt baðherbergi eða stórt og íburðarmikið baðherbergi?
  • Hvað þarftu að hafa á baðherberginu?
  • Hver er fjárhagsramminn?
  • Hversu auðveld eiga þrif og viðhald að vera?
  • Í hvaða mæli á baðherbergið að passa við stílinn í íbúðinni þinni?

Persónulegt baðherbergi

Baðherbergi frá HTH gefur þér tækifæri til að gefa innréttingunni sérstöðu og setja persónulegan svip á hana.

Þú getur valið höldur sem passa við þinn stíl, fallegar framhliðar með áferð eða lit og þú getur valið blöndunartæki sem eru annaðhvort einföld að gerð eða meira áberandi. Þá er ótalin sjálf innréttingin sem hægt er að aðlaga að þínum þörfum.  

Hugmyndir fyrir nýtt baðherbergi

Þú getur fundið góðar hugmyndir fyrir nýja baðherbergið þitt í hinum ýmsu lausnum hjá HTH. Skoðaðu myndasafnið okkar og gáðu hvort þú sjáir falleg smáatriði sem þú getur líkt eftir á baðherberginu þínu.

Án tillits til hvort þú hefur þörf fyrir innréttingu á stórt, lítið, einfalt, klassískt, fínt eða rómantískt baðherbergi þá getur þú fundið heildstæða hugmynd hjá HTH í samræmi við þínar óskir og þarfir.

Innrétting á litlu baðherbergi

Ef þú ert með lítið baðherbergi er mikilvægt að þú hugsir mjög vel um nýtingu innréttingarinnar. Þú getur látið rýmið virðast stærra ef þú nýtir plássið vel. Það getur verið góð hugmynd að velja vegghengdar innréttingar og salerni því með þeim hætti færðu meira gólfpláss.

Önnur hugmynd er að nýta lofthæðina með því að setja upp hillur. Þannig kemur þú í veg fyrir að hirslur taki of mikið pláss.

Notaðu spegla á litlum baðherbergjum

Speglar gera kraftaverk í innréttingum á litlum baðherbergjum. Með því að setja upp marga spegla eða einn stóran getur þú látið lítið baðherbergi sýnast stærra. Speglar endurkasta ljósi og geta því gefið rými aukna vídd. Fá fleiri ráð um innréttingu fyrir lítil og hagnýt baðherbergi.

Auktu við lúxustilfinninguna á stóru baðherbergi

Ef þú nýtur þeirra forréttinda að hafa stórt baðherbergi með góðu plássi fyrir innréttingar hefurðu frjálsari hendur þegar kemur að hönnuninni þar sem takmarkanir á rými eru ekki vandamál. Það gefur þér færi á að innrétta íburðarmikið baðherbergi þar sem þú þarft ekki að gera málamiðlanir varðandi þá hluti sem þú velur.

Hugaðu að heildarmyndinni

Búðu til rauðan þráð í innréttingunni með því að velja svipaðar hönnunarhugmyndir sem ganga herbergja á milli. Það gefur þér fallegan heildarsvip og skapar ró og samræmi í íbúðinni. 

Allar eldhúsinnréttingar hjá HTH er einnig hægt að fá í sama stíl sem baðherbergisinnréttingar.

Þarftu ráðgjöf fyrir baðherbergishönnunina? Þú getur bókað fund án skilyrða hjá einum af ráðgjöfum okkar.

Til baka
Til baka
Vefur í vinnslu