Fataskápar | HTH

GÆÐAFATASKÁPAR

Fataskáparnir frá HTH eru sérhannaðir fyrir þig. Hvort sem þú vilt sígildar skápaeiningar eða rennihurðir. Við gerum miklar kröfur þegar kemur að gæðum, nýjungum og notagildi.

Fataskápar með rennihurðum
Viltu fataskáp sem nær frá gólfi og upp í loft? Fataskápur með rennihurðum er tilvalinn – og úrvalið er mikið.

Finna fataskáp með rennihurðum

Fataherbergi
Langar þig til að geta staðið inni í fataskápnum og haft góða yfirsýn yfir allt? Þá er fataherbergi með nægu geymsluplássi rétta lausnin fyrir þig.

Nánar um fataherbergi

Komdu við í verslun HTH og fáðu verð í fataskápinn.

SÉRSMÍÐAÐIR FATASKÁPAR

Þarfir okkar eru ólíkar. Við bjóðum mjög einstaklingsmiðaðar lausnir þegar kemur að fataskápum. Fataskáparnir eru hannaðir eftir málum og óskum hvers og eins.

Sérsmíðaðir fataskápar
Þú getur sérhannað skápaeiningarnar eftir þínu höfði þegar þú kaupir fataskáp frá HTH.

Hefðbundnar einingar eru 40-100 cm breiðar. Við getum sérsmíðað í öðrum breiddum gegn aukagjaldi.

Rennihurðir í öllum stærðum
Fataskápur með rennihurðum frá HTH nýtir plássið til fulls þó herbergið sé lítið, skrýtið í laginu eða undir súð.

Einnig er hægt að sérhanna rennihurðir í hólf og gólf sem láta lítið fara fyrir sér
.

SKIPULAG Í FATASKÁP MEÐ RENNIHURÐUM

Vel hönnuð uppsetning er fyrsta skrefið þegar kemur að sniðugum fataskáp.

Þarftu mikið pláss fyrir fataslár eða viltu frekar hillur? Eða eru útdraganlegar skúffur kannski bestar fyrir skipulagið?

SÉRSNIÐIÐ SKIPULAG Á EININGUM

Í HTH er fjölbreytt og mikið úrval af innréttingum í fataskápa sem auðvelda þér að skipuleggja fataskápinn eftir þínu höfði.

FJÖLBREYTT ÚRVAL FATASKÁPA FYRIR ÖLL RÝMI

Fataskápur á gangi
Ef fataskápurinn er staðsettur á gangi eru fjölmargir möguleikar í boði fyrir sniðugan fataskáp úr skápaeiningum eða með rennihurðum. Útkoman verður þægileg hirsla með mikið notagildi, hvora lausnina sem þú velur.

Góð ráð fyrir fataskápinn
Þegar kemur að því að kaupa fataskáp eða lappa upp á þann gamla getur verið gott að hafa fylgst með því nýjasta í þessum efnum. Notaðu þessar hugmyndir um hvernig best sé að hanna fataskápinn.

Til baka
Til baka
Vefur í vinnslu