Eldhús Borðplötur | HTH

AÐ VELJA RÉTTU BORÐPLÖTUNA

Þegar velja á réttu borðplötuna fyrir nýja eldhúsið eru nokkur atriði sem vert er að hafa í huga.

Gegnheilli 30 mm eikarborðplötu af gerðinni Antique Oak má gefa fljótandi útlit með einstökum VH-7 höldum.

10 mm hvít CoreStone borðplata skapar fallega andstæðu við Harmony Dark VH-7 eldhúsið.

Borðplatan er lykilatriði

Borðplatan er mikilvægasta einingin í eldhúsinu. Hún er ekki einungis stærsti kostnaðarliðurinn í nýju eldhúsi heldur líka það sem þú munt nota mest.

Óviss með hvaða borðplata hentar best? Kynntu þér leiðarvísinn (hér fyrir neðan) um gagnleg atriði fyrir valið.

Heilræði

Ef börnin hjálpa til við eldamennskuna er sniðugt að velja borðplötu með sterkt
yfirborð. Þá sjást kámug fingraför og rispur minna.

Snertu plötuna

Snertu borðplötuna áður en þú tekur ákvörðun! Það hljómar kannski hálfkjánalega en við snertingu færðu hugmynd um hvernig heyrist í borðplötunni þegar unnið er við hana.

Forgangsraðaðu

Borðplötuefni hafa öll sína kosti og galla: Verð, hönnunarmöguleika, þrif og viðhald. Ákveddu hvað skiptir þig mestu máli og veldu út frá því.

AÐ VELJA BORÐPLÖTU

Hvernig velja á hentuga borðplötu
Við val á réttu borðplötunni þarf að hafa í huga hvaða væntingar eru gerðar til hennar.

Byrjaðu á því að svara þessum spurningum:
HVERNIG NOTARÐU ELDHÚSIÐ?
Hversu stór er fjölskyldan og hvernig er eldhúsið notað dagsdaglega?
Áttu börn sem hjálpa til í eldhúsinu? Bakarðu mikið eða notarðu safarík og litrík hráefni í matargerðina?
Ertu tilbúinn að verja tíma í þrif og viðhald?
Þetta hefur allt áhrif á hvaða borðplata hentar best.

Borðplata úr gegnheilum viði gefur
eldhúsinu hlýtt yfirbragð.

Ef viðnum er viðhaldið
fær hann fallegan gljáa
og getur enst árum saman.

HVERNIG STÍL VILTU?
Rétta borðplatan gæðir eldhúsið sál og hefur mikið um heildarútlit þess að segja. Efnið, liturinn, áferðin og þykktin á borðplötunni hafa mikil áhrif á yfirbragðið og möguleikarnir eru óteljandi.

Borðplata úr gegnheilum við er tilvalin ef þú vilt sígilt eldhús með hlýju yfirbragði. Borðplata úr CoreStone er heppilegri ef þú aðhyllist fremur naumhyggju og einfaldleika.
Þitt er valið.

HVAÐ MÁ BORÐPLATAN KOSTA?
Kostnaðurinn við borðplötuna getur verið stórt hlutfall af heildarkostnaði eldhússins ef efni í sérflokki verður fyrir valinu.

Það er ekki óvenjulegt að granítborðplata kosti jafnmikið og allt hitt í eldhúsinu. Slitþolin borðplata úr límtré getur verið hagkvæm lausn á mjög góðu verði.
Allt fer þetta eftir því hvað skiptir þig máli.

Hvaða borðplata hentar best?

Það hvaða borðplata hentar best ræðst af nokkrum atriðum. Hér er yfirlit yfir fimm algengustu borðplötuefnin ásamt kostum og göllum hvers og eins.

Borðplata úr harðplasti er öruggur kostur

CoreStone er glæsileg og auðveld í þrifum

Granít gefur eldhúsinu einstakt og glæsilegt útlit

Viðarborðplata er sígild og hlýleg

Ryðfrítt stál er nútímalegt og praktískt

HUGMYNDIR FYRIR VAL Á BORÐPLÖTU

Í bæklingnum „Framhliðar og fylgihlutir“ má sjá helstu vörur okkar og þar má finna þær borðplötur sem hægt er að velja um.

Kíktu til okkar í HTH og sjáðu sýnishorn af allri vörulínunni.

FÁÐU AÐSTOÐ VIÐ AÐ VELJA BORÐPLÖTU

Kíktu til okkar í HTH sýningarsalinn í Lágmúla og skoðaðu úrvalið af borðplötum sem við höfum að bjóða. Ráðgjafar okkar hjálpa þér að velja þá borðplötu sem best hentar þínum þörfum.

Til baka
Til baka
Vefur í vinnslu