BAÐHERBERGIS BORÐPLÖTUR
Huga þarf vandlega að bæði hönnun og hagkvæmni þegar valin er borðplata á baðherbergið. Fáðu yfirsýn yfir þau efni og valkosti sem í boði eru og finndu þá borðplötu sem best mætir þínum þörfum hvað útlit og virkni varðar.
FINNDU RÉTTU BORÐPLÖTUNA FYRIR BAÐHERBERGIÐ
Borðplatan á ríkan þátt í að skapa stemninguna á baðherberginu, en á sama tíma þarf að huga að ýmsum hagnýtum þáttum. Til að mynda þarf hún að vera viðhaldslétt og þola vel vatn og raka.
5 ATRIÐI TIL AÐ HAFA Í HUGA
VIÐ VAL Á BORÐPLÖTU
Áður en þú velur borðplötu skaltu íhuga eftirfarandi fimm atriði:
- Hvaða efni heillar þig mest?
- Hvað viltu eyða miklu?
- Hvernig vask viltu?
- Hvaða stíl viltu hafa á baðherberginu?
- Hversu auðvelt viltu að viðhaldið sé?
BORÐPLÖTU EFNI
Baðherbergisborðplötur eru til í ótal mörgum efnum. Þau geta verið ólík hvað varðar verð, hönnunarmöguleika og viðhald.
Marmari
Marmari er sígildur og glæsilegur. Marmari er hreinlegur og fáanlegur í mörgum mismunandi litum. Hann er til bæði mattur og gljáandi.
Granít
Granít er 100% náttúrulegt efni sem hentar vel í baðinnréttingar þar sem það er fallegt, slitsterkt og nánast viðhaldsfrítt.
Samsett
Samsett borðplata er búin til úr blöndu af náttúrulegum steinefnum og gerviefnum. Yfirborðið er einstaklega auðvelt í þrifum.
CoreStone
CoreStone er gegnumlitað samsett efni. Það er fáanlegt í mörgum tónum sem gefur mikla möguleika í hönnun. CoreStone krefst lágmarksviðhalds og er slit- og vatnsþolið.
Gegnheill viður
Viðarborðplata gefur baðherberginu hlýlegt yfirbragð. Hægt er að velja úr fjölmörgum viðartegundum sem hver hefur sín sérkenni.
Harðplast
Borðplötur úr harðplasti bjóða upp á ótrúlega marga möguleika í litavali og hönnun. Efnið er slitsterkt og auðvelt í viðhaldi.
Að fara vel með borðplötuna
Umhirða og viðhald borðplötunnar fer eftir efninu. Strjúka þarf af öllum gerðum borðplatna með rökum (vel undnum) klút. Við mælum með að forðast að nota sterk hreinsiefni á borðplötur.
Hafðu samband við ráðgjafa HTH fyrir frekari upplýsingar um viðhald.
BORÐPLÖTUR – FRÁ
ÓDÝRU YFIR Í DÝRARA
Hagkvæmasti kosturinn er borðplata úr harðplasti, á meðan gegnheil viðarborðplata er miðja vegu í verðskalanum. Granít, keramík og CoreStone eru hins vegar í efra verðbili.
Verðið á borðplötunni ræðst af stærð og efnisvali.
Þegar stærðin á borðplötunni liggur fyrir, getur þú fengið nákvæmt verð í þann kost sem þér líst best á.
HVERNIG VASK DREYMIR ÞIG UM?
Baðvöskum má skipta í þrjá megin flokka:
- Innbyggðir vaskar: Borðplata og vaskur eru steypt í eitt og sama mótið.
- Frístandandi vaskar: Vaskurinn stendur ofan á borðplötunni.
- Niðurfelldir vaskar: Vaskurinn er felldur inn í borðplötuna.
Innbyggður vaskur er nútímalegur og flottur valkostur sem gerir hinu valda efni hátt undir höfði og er notalegur ásýndar.
Með frístandandi eða niðurfelldum vaski getur þú skapað einstakt baðherbergi með því að blanda saman borðplötu og vaski eftir þínu höfði.
RÓMANTÍSKT EÐA STÍLHREINT?
Viltu að baðherbergið þitt sé í anda heilsulindar? Eða viltu frekar skarpara og stílhreinna útlit?
Hver sem smekkurinn er, þá leika framhliðarnar á innréttingunni lykilhlutverk í að skapa rétta andrúmsloftið og stemninguna sem þú sækist eftir.
Hannaðu draumaherbergið með okkur
Bókaðu tíma með einum af sérfræðingum okkar og saman munum
við hanna þitt draumaherbergi, hvort sem um er að ræða eldhús,
baðherbergi eða þvottahús.
Þú færð verð í innréttinguna hjá okkur
án allra skuldbindinga.